rotting christ – athanatoi este

Lag af væntanlegri tónleikaskífu grísku djöflarokkssveitarinnar frumsýnt á Andfara!

Það styttist óðum í komu grísku goðana í Rotting Christ til landsins en hljómsveitin stígur á svið á Eistnaflugi eftir níu daga eða svo.

Án efa eru margir búnir að taka keðjurnar, leðurvestin og líkmálninguna til svo það sé hægt að kvlta sig almennilega upp fyrir kvöldið og er til betri undirleikur en þetta lag sem tekið er af væntanlegri tónleikaskífu sveitarinnar sem heitir Lucifer over Athens og kemur út fljótlega á vegum Season of Mist? Ég held ekki.

Author: Andfari

Andfari