chelsea wolfe – carrion flowers

Það styttist óðum í komu Chelsea Wolfe til landsins en hún mun koma fram á ATP hátíðinni á Ásbrú í byrjun næsta mánaðar. Það styttist einnig í næstu breiðskífu hennar en Abyss kemur út sjöunda ágúst á vegum Sargent House.

Í dag setti Chelsea Wolfe nýtt myndband á netið en að gerð myndbandsins stóðu Wolfe sjálf og Ben Chisholm, sem spilar með söngkonunni. Afskaplega drungalegt myndband sem passar vel við tónlistina og maður vonar bara að þykk þoka liggi yfir gamla Varnarliðssvæðinu þegar söngkonan kemur fram til þess að skapa viðeigandi stemningu.

Author: Andfari

Andfari