wildlights – part of the sea

Fólk hefur stundum komið upp að mér og spurt mig af hverju það sé ekki meira af þungu rokki í Andfara eins og Dimmu, Skálmöld, Sólstöfum og Kontinuum. Ég svara því fólki venjulega með því svari að það sé nóg af þungarokki í Andfara en oftast sé það nú í þyngri kanntinum.

En nú geta þeir sem gaman hafa af þungu rokki tekið gleði sína því nú frumsýni ég glænýtt lag með bandarísku hljómsveitinni Wildlights. Sveitin er skipuð þeim Jason Shi úr ASG og Johnny Collins úr Thunderlip! en það var sameiginlegur áhugi þeirra á því að blanda saman skraufþurru eyðimerkurrokki og níðþungu suðurríkjarokki sem leiddi þá saman og varð til þess að Wildlights varð til.

Tuttugusta og fyrsta ágúst næstkomandi kemur út samnend skífa sveitarinnar á vegum Season of Mist en það er algjör óþarfi að bíða þangað til þá til þess að kynnast sveitinni. Frekar er það fínt að nota góða veðrið sem nú liggur yfir Íslandi til þess að kynnast þungu eyðimerkurrokki kappanna.

Author: Andfari

Andfari