krakow – blood is god

Svo virðist sem margir gamlir djöflarokkshundar heillist af eftirsvertunni og því umhverfi sem hún þrífst í. Hin norska Krakow inniheldur einmitt meðlimi Aeternus, Vithr og Kampfar, og brúka þeir hinn framúrstefnulega eftirmetal nokkuð vel, að mínu mati. Þess má geta að þetta lag er tekið af smáskífunni Genesis sem kemur út á vegum Dark Essence Records í byrjun ágústmánaðar.

Author: Andfari

Andfari