það bætist við í flóruna á fluginu

Nú eru átján dagar í að Eistnaflug á Neskaupstað byrji og dagskráin að komast á hreint. Reyndar voru uppröðun og tímasetningar komnar upp fyrir mörgum vikum en það er að komast meiri mynd á það sem er auk þess að gerast núna. Þó ég hafi ekki séð neina dagskrá þegar að Úlfsmessunni og því sem er að gerast í Egilsbúð þá skilst mér að það sé allt að komast í samt lag, og svo er þegar komin upp dagskrá fyrir off-venue Hins myrka mans á Blúskjallaranum og er hægt að sjá hana hérna.

Ég hafði mjög gaman af pallborðsumræðunum sem voru í fyrra og því sem bransafólkið hafði að segja um það sem á og á ekki að gera þegar að kynningu á tónlist kemur. Því er ég mjög ánægður að heyra að það verður eitthvað slíkt í boði þetta árið því stjörnublaðamaðurinn þýski, Gunnar Sauermann, sem skrifar fyrir hið þýska Metal Hammer, mun ásamt Aðalbirni Tryggvasyni úr Sólstöfum, Sakis Tolis úr Rotting Christ og Ivar Björnson úr Enslaved ræða það hvernig þú ræktar hljómsveitina þína. Það verður athyglisvert að sjá þetta svo endilega mættu með mér á þetta, ég verð án efa mættur fyrir utan Hildebrand eldsnemma þann tíunda til þess að missa ekki af þessu!

Author: Andfari

Andfari