ný iron maiden plata væntanleg í september

Um daginn var ég að tala við kunningja minn og Iron Maiden bar upp og það hversu langt það nú væri síðan hljómsveitin gaf síðast út plötu. Gæti það verið að The Final Frontier væri í raun hennar svanasöngur og nú væri bara kominn tími á gömlu kallana?

Greinilega ekki! Samkvæmt Metal Hammer er ný plata væntanleg í september og ber hún hinn ógnvænlega titil The Book of Souls. Um tvöfalda breiðskífu er að ræða og án efa verður hún gefin út í slatta af mismunandi útgáfum, Nifelheim tvíburarnir og Kobbi Maiden þurfa því eflaust að hafa samband við bankann og biðja um hækkun á yfirdrættinum, nema þá að það verði núðlur í öll mál næstu tvö árin.

Author: Andfari

Andfari