fear factory skellir nýju lagi á netið

Já, Fear Factory, ein af skemmtulegustu hljómsveitunum sem dauðarokkið hefur gefið af sér, er enn á ný risin upp og stefnir á útgáfu nýrrar breiðskífu, Genexus, í fyrstu vikunni í ágúst í gegnum Nuclear Blast. Að því tilefni skellti hljómsveitin nýju lagi á netið og ég held að ég hafi aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með hljómsveitina og núna. Meðalmennskan út í gegn! Án efa á þetta lag samt örugglega eftir að enda í einhverri kvikmynd um unglingadrama og glitrandi vampírur.

Author: Andfari

Andfari