ugluk – hveralundr

Ég sé dálítið eftir því að hafa hent öllum gömlu auglýsingableðlunum sem ég safnaði sem auglýstu útgáfur lítt þekktra djöflarokkshljómsveita sem allar voru sannari en sú næsta. Þetta voru góðir tímar og skemmtilegir.

Einn af mínum uppáhalds bleðlum auglýsti fyrstu útgáfu ítölsku hljómsveitarinnar Ugluk. Ég man ekki nákvæmlega hvað stóð þar en mig minnir að lýsinguna “sung in Icelandic/Old Norse” hafi verið þar að finna. Þegar ég sá það vissi ég að þessa hljóðsnældu yrði ég að eignast.

Ég viðurkenni þó að fyrst líkaði mér ekki tónlistin en þó nokkru seinna, mörgum árum síðar, setti ég hana aftur í tækið og hafpi mjög gaman af. Sjarminn var þar og nóg af honum.

Ástæða þess að ég minnist á þessa útgáfu nú er sú að War Against Yourself Records var að gefa þetta alræmda verk út á geisladisk. Auðvitað í takmörkuðu upplagi. Annað væri ómögulegt.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s