sumarið

Það er gott sumar framundan, sama hvernig veðrið verður. Íslendingar eru nú það duglegir hvort eð er að kvarta yfir veðrinu að það skiptir ekki máli hvort það er sól eða rigning úti, ef það er sól þá er rigningin á næsta leyti og ef það er rigning þá er sólin aldrei á lofti.

Hvað er það þá sem gerir sumarið svona gott?

ATP!
Eistnaflug!
Norðanpaunk!

Ég veit ekki hvort ég kíki á allar hátíðirnar en það er nóg af spennandi hljómsveitum í boði. Á ATP verða meðal annars GY!BE, Swans, Chelsea Wolfe, Deafheaven, Public Enemy og haugur af öðrum athyglisverðum listamönnum. Á Eistnaflugi verða Behemoth, Vallenfyre, Inquisition, Vampire, Rotting Christ og fleiri. Ég er sérstaklega spenntur fyrir Abominor og Gröfum í Egilsbúð. Á Norðanpaunki… Norðanpaunkararnir sögðust bara ætla að hafa 36 hljómsveitir en svo hættu þeir við það og sögðu 40, gæti verið að talan eigi eftir að hækka? Hverju er ég spenntastur fyrir þar? Mannvirki, Úrhraki, Skelk í bringu, Mannveiru, Börnum og Gröfum, Pink Street Boys og Urðun. Þetta verður allt rosalegt!

Þá er um að gera að nýta tækifærið núna og kaupa miða á Flugið því júlí kemur fyrr en varir.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s