shape of despair – the distant dream of life (frumsýning)

Þegar þessi orð eru skrifuð er viðbjóðslega heitt úti, en án efa er einhver lífsglaður niðrí bæ með öl að fagna því að loksins er hægt að fá sér sæti á grasinu á Austurvelli án þess að blottna á rassinum.

Kannski verður veðrið hundleiðinlegt þegar þetta innslag birtist á vefnum. Kannski verður rigning og smá vindur og jafnvel að maður fái að heyra einhverjum bölva því hversu stutt sumarið stoppaði. Það væri meiriháttar!

En það skiptir máski engu máli hvort það sé gott eða slæmt veður þegar að tónlist finnsku dómsdagsmálmhausanna í Shape of Despair kemur. Sama hvernig veðrið er, án efa ná þau að kæfa hverja sólarglætu.

„The Distant Dream of Life“ er þriðja lagið sem Andfarinn frumsýnir af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar. Skífan sú ber heitið Monotony Fields og kemur út fimmtánda júní á vegum Season of Mist.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s