reykjavíkin full af tónleikum í dag og á morgun

Það er uppstigningardagur á morgun og því frí hjá mörgum. Það er því um að gera að nýta tækifærið og kíkja á tónleika í kvöld og á morgun, nóg er í boði.

Langi Seli og Skuggarnir eru nú í gangi á Quest – Hair, Beer & Whisky Saloon. Ég hef aldrei komið þangað, enda óklipptur villimaður sem kann varla á sköfu. Áhugasamir þurfa samt að drífa sig því þetta byrjaði hálf átta.

World Narcosis, Mannvirki og Grit Teeth eru að spila á Dillon rétt á eftir. 500 kall inn og málið er dautt. Á meðan ég skrifa þetta er maður að lýsa fegurðaraðgerðum á sér í sjónvarpinu, það er skuggalegt að hlusta á.

Á morgun eru World Narcosis með aðra tónleika, í þetta sinn í Lucky Records. Herlegheitin byrja klukkan fjögur og Antimony og Qualia spila þarna líka.

Um kvöldið munu Klikk, ITCOM, Conflictions og Brött Brekka koma fram á Húrra og á Gauknum verður The Vintage Caravan með kveðjutónleika en hljómsveitin heldur til útlanda bráðlega en þar sem nýjasta plata strákanna í Vintage, Arrival, kemur út eftir nokkra daga, eiga þeir eflaust eftir að spila mikið á næstunni til þess að koma plötunni til sem flestra.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s