svartidauði

Á morgun hefst ferðalag íslensku djöflarokkssveitarinnar Svartadauða um meginland Evrópu. Hljómsveitin er þó ekki ein á ferð því kanadíska hljómsveitin Antediluvian og hin belgíska Emptiness verður með henni á ferð. Andfarinn hafði samband við Sturlu Viðar, söngvara Svartadauða og spurði hann smá út í ferðalagið. Myndirnar sem fylgja þessu viðtali tók Henrik Hulander og er hægt að sjá fleiri myndir hans hérna.

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir ferðalagið með Antediluvian og Emptiness?

Eins og í sögu. Við vorum nú þegar í góðu formi eftir hafa spilað á Inferno og Roadburn í Apríl og við notuðum þessar þrjár vikur sem við áttum á milli túra í að kýla í gegn nýtt efni sem við höfum hug á að prufukeyra á vegum úti.

svartidaudihenrikhulander

Hvernig kom þetta til? Þekkið þið meðlimi hinna hljómsveitanna?

A Thousand Lost Civilizations, sem sér um Nidrosian Black Mass og hélt utan um túrinn okkar í fyrra með Mgla og One Tail, One Head, gerði okkur tilboð sem við gátum ekki hafnað.
Phorgath, meðlimur Emptiness og Enthroned, var hljóðmaður á túrnum okkar í fyrra, sömuleiðis hefur Mars Sekhmet, trommari Antediluvian, eflaust mætt á fleiri tónleika hjá okkur en flestir. En fyrst og fremst eru bæði böndin bara ógeðslega góð og það er það sem skiptir okkur mestu máli.

Eru frekari landvinningar planaðir?

Eftir þennan túr ætlum við mest megnis að vera heima hjá okkur og klára nýja plötu sem við vonum að komi út snemma á næsta ári. Við munum þó spila á allavegana tvennum tónleikum áður en árið er liðið, annars vegar Brutal Assault sem fer fram í 200 ára gömlu fallbyssuvirki í Tékklandi og hinsvegar Nidrosian Black Mass í Brussels.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s