af mercy buckets, icarus, skuggsjá, auðn og dynfara

Það var mikið að gerast á laugardaginn, tónleikar út um allt, en ég nennti þó ekki út úr húsi fyrr en klukkan skreið skuggalega nálægt kvöldmatarleytinu.

Ég byrjaði á því að kíkja á Mercy Buckets og Icarus en síðarnefnda sveitin var að gefa út plötu og því var haldið upp á það. Það er ekki oft sem ég lendi næstum því í moshpitti þegar ég kíki í plötubúð og hljómsveitirnar voru helvíti góðar svo maður fór nokkuð sáttur út þegar hasarinn var á enda. Á mjög erfitt með að gera upp á milli hljómsveitanna, hvor hafi verið betri, því báðar skiluðu sínu virkilega vel af sér. Ingvar í Lucky Records fær svo plús í kladdann fyrir Insol úrvalið.

Einni mjög langri heimildamynd um sögu þungarokks síðar var förinni heitið út í Hafnafjörð til þess að kíkja á Skuggsjá, Auðn og Dynfara spila á Íslenska Rokkbarnum. Ég var mættur á staðinn rétt upp úr ellefu og Death og Nocturnus tóku á móti mér í græjunum og þetta leit ágætlega út.

Um miðnæturbil steig Skuggsjá á svið og djöflarokkið reið yfir allt og alla. Því miður var hljómsveitin einhverra hluta vegna afskaplega stíf og hljóðið ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Það var því ekki mikið hægt að greina á milli laganna og var ég orðinn frekar leiður á því þegar aðeins var liðið á tímann hjá sveitinni. Nenniði svo, kæru Skuggar, að leggja smá metnað í líkmálninguna hjá ykkur. Þetta leit vel út hjá söngvaranum en hinir meðlimirnir, og þá sérstaklega gítarleikarinn með handarfarið framan í sér, þurfa aðeins að pæla í sínu. Kveðja, tískulöggan.

Ég ákvað að beila á Dynfara svo Auðn var síðasta hljómsveitin sem ég sá þetta kvöldið. Ég hlakka þó til að sjá útgáfutónleika hljómsveitarinnar seinna í mánuðinum þar sem Vegferð tímans verður spiluð í heild sinni.

Auðn byrjuðu mjög vel og voru mun sterkari en þegar ég sá þá síðast, á Wacken Metal Battle í Hörpunni. Hljómsveitin var jafn afslöppuð og sjálfsörugg og Skuggsjá var stíf. Hljóðið var mun betra þarna en fyrr um kvöldið og lögin runnu því ekki saman í eitt. Stund Skuggsjár mun án efa koma en held ég þó að það sé nokkuð í það.

Magný Rós Sigurðardóttir á miklar þakkir skilið fyrir að leyfa mér að nota myndina sem hún tók af Skuggsjá með þessari umfjöllun.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s