vallenfyre staðfest á eistnaflug

Breska mulningsdauðarokkssveitin Vallenfyre er á leiðinni til landsins, og verður að segjast að það eru svo sannarlega góðar fréttar fyrir okkur aðdáendur dauðarokksins hér á landi. Hljómsveitin mun spila á Eistnaflugi föstudags 10. júlí og stíga á svið rétt upp úr átta.

Screen Shot 2015-04-15 at 13.55.37

Eistnaflug hefst þetta árið 8. júlí og eins og alltaf er það haldið á Neskaupstað. Ásamt mörgu af því besta sem er að finna í íslensku rokksenunni munu hljómsveitirnar Conan, Rotting Christ, Carcass, Inquisition, Enslaved, Lucifyre, Vampire, Kvelertak og Behemoth koma fram og verður því af nógu að taka þarna í ár.

Vallenfyre, sem stofnuð var 2010, samanstendur af þeim Gregor Macintosh, Hamish Hamilton Glencross, Scoot og Adrian Erlandsson. Eflaust eru nöfn þeirra kunnugleg en félagarnir hafa gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Doom, At the Gates, My Dying Bride og Paradise Lost.

Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, A Fragile King, árið 2011 og í fyrra kom út önnur platan, Splinters. Báðar plöturnar voru gefnar út í gegnum Century Media, en hin hljómsveit Gregor Macintosh, Paradise Lost er einnig á mála hjá þeim.

Andfarinn er mjög spenntur fyrir þessu. Eflaust gráta sumir Godflesh en Vallenfyre ætti að hjálpa þeim fljótt yfir þennan erfiða hjalla.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s