vallenfyre staðfest á eistnaflug

Breska mulningsdauðarokkssveitin Vallenfyre er á leiðinni til landsins, og verður að segjast að það eru svo sannarlega góðar fréttar fyrir okkur aðdáendur dauðarokksins hér á landi. Hljómsveitin mun spila á Eistnaflugi föstudags 10. júlí og stíga á svið rétt upp úr átta.

Screen Shot 2015-04-15 at 13.55.37

Eistnaflug hefst þetta árið 8. júlí og eins og alltaf er það haldið á Neskaupstað. Ásamt mörgu af því besta sem er að finna í íslensku rokksenunni munu hljómsveitirnar Conan, Rotting Christ, Carcass, Inquisition, Enslaved, Lucifyre, Vampire, Kvelertak og Behemoth koma fram og verður því af nógu að taka þarna í ár.

Vallenfyre, sem stofnuð var 2010, samanstendur af þeim Gregor Macintosh, Hamish Hamilton Glencross, Scoot og Adrian Erlandsson. Eflaust eru nöfn þeirra kunnugleg en félagarnir hafa gert garðinn frægan með hljómsveitum á borð við Doom, At the Gates, My Dying Bride og Paradise Lost.

Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, A Fragile King, árið 2011 og í fyrra kom út önnur platan, Splinters. Báðar plöturnar voru gefnar út í gegnum Century Media, en hin hljómsveit Gregor Macintosh, Paradise Lost er einnig á mála hjá þeim.

Andfarinn er mjög spenntur fyrir þessu. Eflaust gráta sumir Godflesh en Vallenfyre ætti að hjálpa þeim fljótt yfir þennan erfiða hjalla.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s