hark – palendromeda (frumsýning)

Upp úr ösku velska rokkbandsins Taint reis HARK. Á sextán ára ferli sínum gaf Taint út fimm plötur, þar á meðal tvær í gegnum hina virtu Rise Above útgáfu, sem fengu mikið lof hjá aðdáendum hipparokks.

En það er því miður frekar algengt að góðir hlutir endi, stundum jafnvel of snemma. Eins og við vitum þó er oft ný byrjun á eftir endir og í þessu tilfelli er það Crystalline, fyrsta breiðskífa HARK.

Breiðskífan sú kom út fjórtánda mars síðastliðinn á vegum Season of Mist, sem er heimili strákanna okkar í Sólstöfum og jafnframt heimili Inquisition og Rotting Christ, en þær hljómsveitir munu heimsækja okkur í sumar og koma fram á Eistnaflugi.

Crystalline var hljóðblönduð af Kurt Ballou, sem margir þekkja úr harðkjarnasveitinni Converge, sem hefur án efa bætt þó nokkrum þunga við nýtískulegt hipparokk velsku rokkaranna.

Ef fólk er á leiðinni til meginlandsins á næstu dögum og hefur áhuga á að sjá smá þungt rokk þá eru HARK-liðar á leið á ferðalag með amerísku rokksveitinni Prong í næstu viku. Upplýsingar um þann túr má sjá hér fyrir neðan myndbandið.


Hark_admat_Prong_EU_2015_small

Author: Andfari

Andfari

One thought on “hark – palendromeda (frumsýning)”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s