gost – behemoth

Nýjasta æðið í dag er að semja tónlist sem ætti best heima í hryllingsmyndum og b-klassa myndum sem átti sína bestu daga fyrir rúmum þrjátíu árum. Þáþráin er sterk þessa dagana og fólk leitar grimmt í gömlu góðu tímana þar sem hvít jakkaföt yfir bleika stuttermaboli voru það heitasta og karlmennskan var mæld í hnittnum einlínungum. Þetta voru svo sannarlega góðir tímar.

Líkt og rauð sundskýla Hasselhoffs átti þetta allt sinn tíma og virtist sem flestir hefðu gleymt þessu, helst voru það menn eins og tvíeykið í Zombi sem minntu öðru hverju á þetta merkilega tímabil sem stóð of stutt yfir. Nú á seinni dögum hefur flætt yfir okkur bylgja af nýjum listamönnum sem leita í þennan brunn eftir visku og getu og er undirritaður afskaplega ánægður með áhuga fólks á þessu.

Finnska plötuútgáfan Blood Music hefur verið nokkuð dugleg upp á síðkastið að færa okkur athyglisverðar plötur með Perturbator og Dan Terminus og ekki má gleyma löndum þeirra hjá Svart Records sem kynntu Andfarann fyrir Nightsatan hér um árið. Það er einmitt Blood Music sem stendur að útgáfu breiðskífunnar Behemoth með bandaríska tvíeykinu í GosT.

Þarna er sótt í smiðju John Carpenter, Goblin og álíkra listamanna. GosT blandar hryllingi níunda áratugarins saman við diskósturlun vöðvabúntsmynda og úr verður ágætis afþreyingartónlist sem virkar jafnvel í einbeittar lærdómsbúðirnar eða partíhartið sem á eftir koma.

gost • blood music · 28. apríl 2015

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s