kontinuum – kyrr

Kontinuum. Fimm ára gömul hljómsveit skipuð reynsluboltum úr Potentiam, Momentum, I Adapt, Thule og svo framvegis. Þessir menn hafa komið víða við, svo vægt sé til orða tekið.

Fyrir þremur árum gaf hljómsveitin út sína fyrstu skífu, Earth Blood Magic, sem var jafn góð og hún var sundurleit. Í stað þess að vera byrjun á nýju ferli var frekar sem verið væri verið að loka á eldra og þar var að finna lög sem hefði mátt búast við á útgáfu frá Potentiam.

Á Kyrr er nýtt ferli í gangi og í raun ný hljómsveit, einungis Birgir er eftir af þeim sem komu nálægt fyrstu plötunni og við hafa bæst fjórir meðlimir, þar af tveir úr Potentiam. Útkoman er heildsteypt skífa full af gotaskotnu rokki.

Rokk, ekki þungarokk. Það þarf að taka það fram. Af hverju? Vegna þess að fólk virðist vera afskaplega duglegt við að skella hljómsveitinni í þann flokk og gleyma henni svo. Kontinuum á ef til vill sínar rætur í þungarokkinu en hefur fjarlægst þær mjög svo á Kyrr.

Til dæmis er “Í Huldusal” ekki útvarpsvænasta lagið á skífunni, ef sú hugsun skaut upp kollinum hjá þér, það er ekki “Fjara” þeirra Kontinuum liða. Öll platan er mun léttari en sú fyrri en að sama skapi er hún heilsteyptari og þar af leiðandi betri. Allavega að mínu mati.

En lögin, eru þau öll jafn góð? Titillagið er í sérstöku uppáhaldi hjá undirrituðum sem og Rauði straumurinn en ég átti erfitt með að velja úr. Platan fengi eflaust fullt hús stiga hjá mér ef ekki væri fyrir klisjukennt opnunarlagið. Það hefði alveg mátt missa sín.

Kontinuum • Candlelight • 20. apríl 2015

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s