auðn

Næsta föstudag verða útgáfutónleikar djöflarokkssveitarinnar Auðnar haldnir á Gauknum. Ásamt Auðn koma Grafir, Skuggsjá og Draugsól fram þar, sem allar eru lítt þekktar djöflarokkssveitir af höfuðborgarsvæðinu.

Fyrsta breiðskífa Auðnar, sem er samnefnd sveitinni, kom út í enda síðasta árs og eftir því sem ég kemst næst styttist í að fyrsta upplagið klárist. Fólk með blæti fyrir fyrsta upplögum verður því að flýta sér. Í tilefni útgáfutónleikana birti ég hér viðtal við Aðalstein Magnússon, gítarleikara sveitarinnar, sem ég tók við hann fyrir nokkrum vikum.

Hvað er Auðn?

Auðn er anarkískt banana lýðveldi þar sem að minnsta kosti 3 af 5 meðlimum telja sig einræðisherra, auk þess er Auðn black metal hljómsveit.

Hverjir eru Auðn?

Auðn skipa Aðalsteinn Magnússon (Gítar og textasmíð), Andri Björn Birgisson (Gítar), Hjalti Sveinsson (Búkhljóð og textasmíð), Hjálmar Gylfason (Bassi) og Sigurður Kjartan Pálsson trommur).

Hvenær varð Auðn?

Auðn varð til í bústað í fjallshlíð á Nesjavöllum á því herrans ári 2010. Það var kalt í veðri um miðjan desember þegar 3 af meðlimum sveitarinnar (Aðalsteinn,Hjalti og Sigurður) hittust í bústað til þess að semja og taka upp nýtt og gamalt efni. Hjalti bauð Andra að kíkja við og eftir viku af óhóflegri drykkju og matareitrun varð til lag sem kom einmitt út á plötu nú fjórum árum seinna, þetta var Sífreri. Í kjölfar lagsins hófst samstarfið Auðn.

Hverjir eru áhrifavaldarnir þegar að tónlist og textagerð kemur?

Áhrifavaldar eru sveitir á borð við Immortal, Bathory, Drudkh, Burzum svo eitthvað sé nefnt. En megin innblástur drögum við úr náttúrunni og hinu harðgerða landslagi sem umkringir okkur. Textarnir fjalla gjarnan um vætti og verur sprottnar af hinu illa og kuldann sem þeim fylgir, eyðingu mannkyns með dassi af andkristni.

Hvernig kom plötusamningurinn til?

Það var kona frá Serbíu sem er með Youtube channel sem ber nafnið „LillianEvill“ sem hafði samband við okkur og fékk að setja lagið okkar „Þjáning heillar þjóðar“ á Youtube fljótlega eftir að lagið fór upp fóru lítil plötufyrirtæki að hafa samband varðandi útgáfu á frumverki okkar þar kom Black Plague Records til sögunnar, af þeim labelum sem höfðu samband leist okkur best á dílinn sem þeir buðu og við drifum því í að klára plötuna og gáfum út í takmörkuðu upplagi, sú plata hefur nú selst vonum framar og er á leið í endurprent í bættri útgáfu í samstarfi við Black Plague Records.

Hvar er hægt að nálgast gripinn?

Plötuna má nálgast í öllum helstu plötuverslunum. Hjá Valda, Skífunni, 12 tónum, Smekkleysu og Lucky Records. Svo er einnig hægt að nálgast plötuna hjá Bandcamp og á útgáfu tónleikum okkar sem verða á Gauknum 13.mars næstkomandi.

audn

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s