shining – besök från i(ho)nom

Um daginn var lagið “Vilja & Dröm” frumflutt hér á Andfara. Í kjölfarið spurði einn lesenda Andfara hvernig á því stæði að Niklas Kvarforth væri enn á lífi, hann væri nú alltaf að tala um að drepa sig. Það var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að senda spurningu á kappann og spyrja hann að þessu, þrátt fyrir að það væri eflaust alltaf verið að spyrja hann að þessu.

Ég býst við að ástæðan fyrir því að það er verið að spyrja mig að þessu aftur og aftur sé vegna þess að fólk telur Shining vera verk annarra listamanna sem eru ekkert of gáfaðir. 1996, þegar ég vildi að list mín yrði skilgreind utan “venjulegra” viðmiða djöflarokksins bjó ég til hugtakið “sjálfsmorðsdjöflarokk”. Því miður virðist sem fólk hafi misskilið þetta eitthvað því Shining var aldrei kall eftir hjálp. Þvert á móti hefur markmið hljómsveitarinnar alltaf verið það að valda hlustendum hennar vanlíðan og það að reyna að fá þá til þess að skaða sig.

Allt viðtalið má lesa hér. Þar má einnig finna skemmtilega viðbót því hann fékk mun fleiri spurningar en ég ætlaði honum. Gaman að því. Hinsvegar er nú komið að því að þú hlustir á “Besök Från I(ho)nom”, sem er annað lagið sem er frumsýnt hér á Andfara af IX – Everyone, Everything, Everywhere, Ends. Platan sú kemur út 20. apríl á vegum Season of Mist og hægt er að versla hana hér.

Author: Andfari

Andfari

One thought on “shining – besök från i(ho)nom”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s