útför svartadauða

Það er ekki hægt að segja það lengur að íslenskar hljómsveitir sitji heima hjá sér, á rassgatinu, og bíði bara eftir því að velgengnin komi við hjá þeim. Á síðustu misserum hafa íslenskir fjölmiðlar verið fullir af umfjöllunum um ferðalög íslenskra hljómsveita þvers og kruss um heiminn.

Svartidauði, sem ég tel að megi kalla okkar stærstu djöflarokkssveit, er á leið út fljótlega. Ólíkt því sem áður hefur verið er ekki um staka tónleika að ræða heldur er stefnan sett ferðalag um gervalla Evrópu. Ég hafði samband við Sturlu Viðar, söngvara Svartadauða, og spurði hann aðeins út í það hvernig þetta kom til.

Hugmyndin kviknaði strax eftir Untamed and Unchained túrinn sem við fórum í með One Tail, One Head og Mgla. Belgíska fyrirtækið A Thousand Lost Civilizations, sem heldur líka utan um Nidrosian Black Mass ásamt labelinu okkar, Terratur Possessions, sá um að setja þennan túr saman og verður okkur til halds og trausts á vegum úti.

En hvað er svo næst á dagskrá hjá Svartadauða?

Næst á dagskrá er að fá vinyl og CD eintök af þröngskífuni okkar, Synthesis of Whore and Beast afgreidda hjá tollinum. Því næst skal haldið í austurveg, þar sem við komum fram á Inferno hátíðini í Osló ásamt félögum okkar í Misþyrmingu og Sinmara, svo til Kristjaniu í Danmörku fyrir eina tónleika og svo endum við á Roadburn hátíðini í Hollandi.
Þegar það er svo allt búið þá leggjum við af stað í þennan Evróputúr með Antediluvian og Emptiness og komum fram á einhverjum 9 tónleikum í 8 löndum.

svarti

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s