það styttist óðum í nýja breiðskífu árstíða lífsins

Þýsk-íslenska sveitin Árstíðir Lífsins hefur ef til vill farið fram hjá mörgum aðdáendum víkingarokks hér á landi. Á meðan undirritaður hefur heyrt fólk lofa sveitir eins og Skálmöld, Enslaved, Bathory og Ensiferum hefur hann heyrt minna af lofi fólks þegar að fyrstu tveimur skífum Árstíða Lífsins, Jötunheima dolgferð og Vápna lækjar eldr, kemur.

Án efa skrifast það á það að lítið hefur sést af hljómsveitinni á stærri miðlum, hvort sem um er að ræða vef- eða prentmiðla, því báðar skífurnar, tel ég, eiga það fyllilega skilið að fólk gefi þeim meiri gaum. Bæði er tónlistin góð og svo nálgast hljómsveitin viðfangsefnið ekki eins og það tilheyri tölvuleikjum eða ævintýraheim, sem þýðir að textarnir eru ekki bara um hetjur, mjöð, bardaga og víkingahjálma.

Þriðja breiðskífa sveitarinnar, Aldafǫðr ok munka dróttinn, kemur út eftir örfáa daga á vegum Ván Records. Hér fyrir neðan er að finna eitt lag af plötunni en ef þú ert mjög óþreyjufullur þungarokksaðdáandi getur þú hlustað á hana í heild sinni með því að smella hér. Fyrir áhugasama má nefna það að meðlimir sveitarinnar koma meðal annars úr röðum Helrunar og Carpe Noctem.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s