dynfari túra með negura bunget, tónleikar hérlendis fyrirhugaðir

Andfaranum barst það til eyrna að eftirsverturokkararnir í Dynfara stefndu á ferð um Bandaríkin seinna á árinu með Negura Bunget, en sú sveit hefur skapað sér gott orð síðan Zîrnindu-să kom út 1996. Hvernig kom þessi túr til?

Negura Bunget er eitt af böndunum sem var “uppgötvað” af Code666, labelinu sem við erum hjá. Þeir voru á mála hjá þeim fyrir tvær breiðskífur og EP fyrir nokkrum árum síðan. Þeir voru að leitast eftir að fá band af því kalíberi sem þetta label stendur fyrir og var okkur því boðið að kanna möguleikann ef áhugi væri fyrir hendi, líkt og öðrum hljómsveitum hjá Code. Við stukkum á þetta og munum því spila um 40 tónleika í Bandaríkjunum og Kanada næsta haust með þeim og rúmenska bandinu Grimegod.

Samkvæmt Jóhanni Erni, söngvara og gítarleikara Dynfara, eru tónleikar með Negura Bunget fyrirhugaðir hér á landi öðru hvoru megin við túrinn. Sveitin rúmenska, gaf nýlega út sýna sjöundu breiðskífu. Ber sú titilinn Tău og kom hún út á vegum Lupus Lounge. Myndbandið hér fyrir neðan er við síðasta lagið á plötunni.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s