k. fenrir


Kristján Fenrir hefur öðru hverju frætt lesendur Andfarans um góða tónlist. Nú er hinsvegar komið að því að hann setjist hinum megin við borðið og segi okkur frá tónlistinni sem hann er að gera sem K. Fenrir og hverjir séu á bakvið Þ, sem sér um næstu útgáfu hans.

Hvað er K. Fenrir?

K. Fenrir er nafn sem ég geri ýmislegt undir. Helst ber þar að nefna að nefna skrif og hávađatónlist af ýmissi gerð.

Af hverju í helvítinu hávaðatónlist?

Það liggja ýmsar ástæður að baki því. Undir því heiti er ég ekki bundinn af ákveðinni stefnu heldur get ég gert hvað sem er svo lengi sem það fellur undir hávađatónlist. Til dæmis er fyrsta útgáfan mín, sem finna má á bandcamp síðu minni, ekki mjög einsleit og næsta útgáfa mín, Longing for the Deep sem kemur út á kassettu og stafrænt á vegum Þ, er að mestu byggð á víðavangsupptökum sem eru svo manipjúleitaðar svo þær líði áfram í dróni. Einnig má nefna að hávađatónlist veitir mér ákveðna útrás fyrir hugmyndir og orku sem mér finnst ég þurfa að koma út.

Hverjir standa á bakvið Þ?

Þ er samvinnuverkefni nokkurra aðila og mun gefa út verk þeirra sem að því koma. Jóhannes Gunnar, maðurinn á bak við Ziz, er heilinn á bak við Þ og heldur utan um það.

Hvenær munu Íslendingar sjá K. Fenrir á sviði?

Ef allt gengur eftir gæti það gerst síðar á þessu ári. K. Fenrir er ekki endilega verkefni sem ég vil láta snúast um sviðsframkomu, en ég er með hugmyndir sem mig langar til að prófa. Atburðurinn mun vera auglýstur þegar að því kemur.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s