skaðvaldur

Einhverjir þekkja nú eflaust Skaðvald en list hans hefur prýtt þó nokkrar íslenskar öfgarokksútgáfur. Hann skapaði einmitt merki Andfara og er Farinn honum mjög þakklátur fyrir. Því þótti honum það nauðsynlegt að taka smá spjall við Skaðvald til þess að komast að því hvað hann væri að gera af sér þessa dagana.

Hvers vegna þú byrjaðir að þessu?

Það sem kveikti áhuga minn á þeim listum sem ég geri nú, var árið 2010 þegar ég átti mér leið í hljómplötuverslun og keypti mér Show No Mercy með Slayer á geisladisk. Þar hugsaði ég með mér að ég gæti nú auðveldlega gert eitthvað þessu líkt og á coverinu! Uppgötvanir mínar á Chris Moyen, Christophe Szpajdel, Dan Seagrave, Paolo Girardi og Mark Riddick mótuðu svo stíl minn á mjög mikinn hátt, þrátt fyrir það að hann er ekki svo frumlegur. En það skiptir nú ekki miklu máli! Það var ekki fyrr en rúmu ári síðan þegar ég loks gerði eitthvað fyrir hljómsveit, það var teikning fyrir stuðbandið Blood Feud. Sú teikning var ekki sett á netið því ég gekk það vel frá henni (þýðir ekki endilega að hún sé týnd!). 2012 – 2013 var hin eiginlega byrjun “listaferils” míns þegar ég gerði logo fyrir dauðarokk hljómsveitina Narthraal og málaði cover fyrir “Blood Citadel” EP útgáfu þeirra.

Með hverjum þú hefur unnið?

Þeir sem ég hef unnið með hingað til eru þ.á m. Under the Church, Naðra, Narthraal, Grit Teeth, Skuggsjá, Sinmara, Misþyrming, Hellripper, Andkristnihátíð, Rats of Reality, Obscure Lupine Quietus, Hideous, K.Fenrir, Beelzebub og nú auðvitað Andfari. Það er fleira efni í vinnslu fyrir aðra aðila sem verða ekki nefndir fyrr en ég hef klárað sem mér var áætlað, fyrir utan ítölsku old school dauðarokk hljómsveitina Horrid. Það hefur verið ákveðið og yfirlýst af þeim að ég komi til með að mála cover fyrir plötu sem Horrid er að vinna í.

skadvaldurart

hvaða verkfæri er þér mikilvægast?

Verkfærin sem ég notast við listir mínar eru ekki af flóknum toga. Mest af öllu nota ég Sakura og Artline penna, yfirleitt stærðirnar 0.05, 0.2 og svo hnausþykka tússpenna frá þeim framleiðendum. Þegar kemur að því að ég mála myndir, þá nota ég Winsor-Newton akrýl málningu. Ég hef enn ekki þorað að fara út í olíu málningu, en það hlýtur að koma einn góðan veðurdag. Síðan nota ég forritin Photoshop CS6 og Adobe Illustrator mér til stuðnings, þó ég kunni takmarkað á þau.

hvað er næst á dagskrá?

Ég get ekki sagt mikið til hvað er framundan hjá mér annað en að halda áfram að teikna og mála ýmislegt fyrir hljómsveitir eða sjálfan mig og annað í framtíðinni. Ég lýt á þetta mikið meira sem áhugamál frekar en nokkurntíman sérhæfingu þar sem ég sinni þessu í mínum frítíma frá vinnu og öðrum skildum. Annars er þetta eitthvað sem gerir mig ósköp hamingjusaman, þ.e. að sjá afrek mín nýtast einhverjum öðrum og vera þó það sé ekki nema smá hluti af tónlistarsenunni hér á klakanum. Svona til hliðar vill ég líka benda á það að ég fikta ögn við tónlist sjálfur, þá sem ég einkum á gítarinn ostalegt 80’s þungarokk, ískaldan svartmálm eða sóðalegt dauðarokk.

Ég held ég hafi ekki fleira að segja að þessu sinni annað en að ég þakka fyrir stuðning allra þeirra dusilmanna og durta sem hafa sýnt áhuga á listinni minni fram að þessu! Rot and roll móðurserðir!

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s