oni


Frá Neskaupstað kemur ONI, níðþungarokkshljómsveit. Neskaupstaður. Vagga menningar og þungarokks á Austurlandi í augum sumra, í augum annara er þetta krummasker. Í augum Andfarans er þessi staður fullur af töfrum og frábæru fólki. Hann brosir sjaldan og þá nær eingöngu þarna fyrir austan. Þó á hann það einnig til að brosa fyrir vestan.
ONI gaf nýlega út hljómplötuna Misadventures og þótti Andfaranum því nauðsynlegt að hafa samband við hljómsveitina og komast að því hversu mikla rokkmenningu væri að finna þarna fyrir austan!
Myndina sem fylgir viðtalinu tók Björn Natan, er hún fengin af síðu hljómsveitarinnar.

Þið eruð þungir og framsæknir stónerar samkvæmt Snjáldurskinnusíðu ykkar. Hvað í helvítinu þýðir það eiginlega?!

Við höfum oft verið kallaðir framsæknir stónerar. Ég tel okkur vera tiltölulega proggaðir miðað við hina “venjulegu” stóner hljómsveit vegna þess að við erum allir með sérstakan bakgrunn þegar kemur að tónlist og tónsmíðum.
Daníel gítarleikari hefur verið að læra djazz í nokkur ár og hefur spilað í tveimur leikritum með Brynjari trommuleikara sem hefur einnig baukað ýmislegt, verið í ýmsum hljómsveitum og tekið þátt í leikritum og söngleikjum og fleira. Þorsteinn bassaleikari hefur einnig tekið þátt í uppfærslum á söngleikjum og verið í mörgum hljómsveitum sem teljast undir þungarokk, ballhljómsveitir og ýmislegt annað. Róbert söngvari hefur tekið þátt í mörgum verkefnum tengdum tónlist, þar með talið tónleikum, verið viðrininn margar hljómsveitir og þá sérstaklega eina sem hann hefur gefið út þrjár plötur með.
Við höfum hrikalega víðan tónlistarsmekk allir saman og hver elskar ekki smá Mastodon af og til? Það sem ég er aðallega að reyna að segja er að við höfum náð að taka stóner rokkið og klæða það í progg spariföt sem í raun og veru gefur okkur þessa lýsingu.

Hvernig er þungarokkssenan á Neskaupstað? Er einhver sena þarna eða er þungarokkið bara virkt þarna í kringum Eistnaflug?

Ég myndi segja með senuna hérna á Nesk. að þetta sé ekki beint nein sena í gangi en það eru reglulega 2-3 hljómsveitir í gangi sem spila rokk/þungarokk og fá reyndar alltaf sömu 20-30 manns sem mæta á rokktónleika.
Það koma alltaf reglulega upp misþungar rokkhljómsveitir hérna í firðinum og hafa þær verið þó nokkrar í gegnum tíðina. Eistnaflug hefur svo sannarlega ýtt undir tónlistaráhugann hér í Neskaupstað og ekki síður þungarokkið og hefur það verið virkilega hvetjandi fyrir ungt tónlistarfólk.
Vegna smæðar samfélagsins þá eru stundum 2-3 úr hverju bandi í að minnsta 1-2 öðrum böndum þannig að þetta er mest megnis sama fólkið á bak við þessa “senu” hérna og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða argasta þungarokk eða ljúfa djazz tóna.

Þið gáfuð Misadventures út sjálfir. Af hverju ákváðuð þið að fara þá leið?

Það var í raun ekkert annað í boði. Sem hljómsveit frá Neskaupstað er erfitt að koma sér á framfæri og þar af leiðandi var ákveðið að setja þetta verkefni bara alfarið í okkar hendur. Við fengum góðan styrk frá Samvinnufélagi Útgerðarmanna hér í Neskaupstað til að geta tekið upp og gefið út plötuna sem kom sér alveg virkilega vel. Það er líka frelsandi að vita það að við höfum gefið út plötu án þess að vera samningsbundnir eða undir pressu frá fyrirtækjum.

Er ennþá hægt að fá árituð eintök hjá ykkur? Hvernig?

Það er minnsta málið, það er bara hægt að hafa samband við okkur í gegnum snjáldurskinnusíðuna okkar með því að senda okkur skilaboð og leggja inn pöntun. Við smellum nöfnunum okkar á og jafnvel einum kossi með.

Hvað er framundan hjá hljómsveitinni?

Það sem er framundan hjá okkur er það að við ætlum að halda áfram að semja efni fyrir næstu plötu, en við erum nú þegar komnir ágætlega af stað með það. Svo erum við búnir að sækja um á öllum helstu tónlistarhátíðum fyrir árið og vonandi getum við spilað sem mest.

Author: Andfari

Andfari

2 thoughts on “oni”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s