muck

Það er stutt síðan Slaves, fyrsta breiðskífa Muck, kom út, bara þrjú ár eða svo. Síðan þá hafa eflaust margir beðið spenntir eftir nýrri skífu frá hljómsveitinni. Nú geta þessir aðilar tekið gleði sína því ný plata sveitarinnar, Your Joyous Future, kemur út næsta þriðjudag á vegum Prosthetic Records. Andfarinn taldi það skyldu sína að tékka aðeins á þessari hljómsveit sem allt unga fólkið, eins og til dæmis hann Birkir á Halifax Collect blogginu, er að tala um og sendi örfáar spurningar á hljómsveitina. Það skal tekið fram að Alisa Kalyanova tók víst þessa mjög flottu mynd af hljómsveitinni.

Platan ykkar er nú í spilun á Noisey, en þeir virðast ekki sjá sér það mögulegt að skilgreina tónlist ykkar. Hvernig skilgreinið þið hana?

Muck er pönk hljómsveit fyrst og fremst. Held að það sé auðveldasta leiðin til að skilgreina hvað við erum að gera. Við erum ekki post-rokk band. Við erum samt aðeins meira black metal en post rokk held ég.

Burtséð frá ofangreindu svari þá eruði ekki Black Metal. Engin líkmálning = Ekkert Black Metal. Hreinar línur, þannig eru reglurnar. Ykkur langar ekkert til þess að vera Black Metal?

Kannski verðum við einhverntímann black metal band. Loftur bassaleikari er að taka upp black metal plötu þessa dagana.

Ef þið væruð Black Metal hvaða hljómsveit væruði þá?

Við værum hiklaust Deathspell Omega (IMHO)

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s