carach angren – this is no fairytale

Hollenska hrollrokkssveitin Carach Angren ætti að vera lesendum Andfara ágætlega kunn. Á síðustu vikum hafa tvö lög af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, This is No Fairytale, hljómað á síðum Farans og nú er kominn tími á að heildin fái að hljóma hér. Eftir mikla leit náðist í hljómborðsleikara sveitarinnar, Ardek að nafni, sem var reiðubúinn til þess að útskýra það aðeins fyrir undirrituðum hvað Carach Angren væri um og hvaðan innblásturinn kæmi. Það er því um að gera að setja tónlistina af stað, spilastokkurinn er hér fyrir neðan, og lesa svo orð Ardeks um hljómsveitina og ævintýrin.

Innblásturinn kemur víðsvegar að, hann getur komið frá kvikmyndum, bókum, leikjum en þó hellist hann helst yfir okkur þegar við setjumst niður saman og ræðum um næstu breiðskífu okkar. Þegar hugurinn fer á flug þá hellist innblásturinn yfir okkur. Þegar hugmyndin að næstu sögu er tilbúin þá kemur tónlistin auðveldlega í kjölfarið. Sagan er í raun leiðarvísir fyrir tónlistina. Við leyfum tilfinningunum að bera okkur eins og þær birtast okkur í ævintýrum okkar.

En hvers vegna völduð þið ævintýri af þessu tegund? Heillaði Satan ykkur ekkert? Draugasögur, sögur af handheimum og því óþekkta? Er það ekki bara fyrir börn?

Hahahaha, jú. Okkur líður einmitt oft eins og ofvirkum börnum þegar við erum að! Á meðan við urðum fyrir miklum áhrifum frá djöflarokkinu á okkar yngri árum þá fannst okkur að Carach Angren þyrfti að fara í aðra átt. Þannig að frá byrjun hljómsveitarinnar höfum við skapað okkar okkar eigin heim, sem er fullur af hryllingssögum með yfirskilvitleg þemu. Það athyglisverða með þemu sem þessi er það að þau höfða til allra, þar með talið hina fullorðnu. Hið óþekkta hefur löngum haft áhrif á vísindi og á sama tíma verið mikill innblástur fyrir ýmsar hryllingssagnir.

Carach Angren er hvorki pólitísk né trúarleg hljómsveit, það eina sem við viljum gera er að segja hryllingssögur í frumlegum búningi. Sögurnar veita okkur mun meira rými til sköpunnar en eitt niðurnjörvað viðfangsefni. Ein breiðskífa gæti verið um upprisu Satans frá upphafi til enda en við viljum víkka rammann og leyfa þeim að kynnast persónunum og tengjast þeim áður en færum þá beint niður til Helvítis! Við viljum andstæður og faldar vísbendingar sem þeir sem það vilja geta fundið. En, á sama tíma viljum við að fólki geti notið tónlistarinnar án þess að vera að kryfja söguna um of.

This is No Fairytale kemur út 23. Febrúar hjá Season of Mist og þú getur verslað hana með því að smella á þennan hlekk.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s