teloch úr mayhem skellir sér í leikhús

teloch_ester_segarra

Fréttir bárust fyrr í vikunni af afrekum Teloch, gítarleikara hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Mayhem. Þá hljómsveit þarf vart að kynna en þá er um að gera að minnast smá á Nidingr, aðra hljómsveit sem Teloch er einnig í, og þá sérstaklega aðra plötu sveitarinnar, Wolf-Father, sem er einhver besta djöflarokksplata sem komið hefur frá Noregi á síðustu fimm árum.

Það er þó ekki nóg fyrir Teloch, því í gær var leikritið Mother Courage and Her Children frumsýnt í Osló í gær en leikritið samdi Bertold Brecht, einstaklingur sem hinn ómenntaði Andfari þekkir ekki.

Ef þú, lesandi góður, vilt þó auka við þekkingu þína og skella þér í leikhús í Noregi er eflaust ágætt að kíkja á leikrit sem gítarleikarinn úr Mayhem samdi alla tónlist fyrir. Jafnvel að þú rekist á kappann í leiðinni þar sem hann sér algjörlega um tónlistarflutning þarna. Ég meina, þú fórst á Skálmöld í Borgarleikhúsinu, er það ekki? Held þú hafir nú bara gott af því að kíkja á þetta.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s