narthraal


Einhverra hluta vegna hélt Andfarinn að dauðarokkið hefði dáið út á Íslandi um miðbik tíunda áratugs síðustu aldar, hann er allavega nógu duglegur að halda því fram. Þó er hann eitthvað byrjaður að draga í land með það því reglulega er hann minntur á Gone Postal, Ophidian I, Severed, Angist og svo Narthraal, sem stofnuð var á seinni hluta 2012. Hljómsveitin er einmitt að fara að spila á Bar 11 í kvöld. Því þótti það við hæfi að senda örfáar spurningar á hljómsveitina og þá kannski helst til þess að komast að því hvað í helvítinu Narthraal væri.

Narthraal er old school death metal hljómsveit sem fjallar um heim sem er lauslega bygður á helvíti og er drottnaður af hinum fallna sem vill einungis sleppa út og leisa hatur sitt úr læðingi.

Ævintýraheimstextar? Af hverju í ósköpunum?

Afþví við kunnum, getum og viljum, hvaða máli skiptir það hvort eð er? svo fremst sem þeir eru brvtal!

Hvað hefur Narthraal gert sem vert að athuga?

Hægt er að skoða EPið okkar ‘Blood Citadel’ og kaupa hana í gegnum facebook síðuna okkar eða í email Narthraal@gmail.com…eða jú á tónleikum.

Tónleikum segirðu… Þið eruð nú að fara að spila á tónleikum í kvöld. Af hverju ætti fólk að mæta á Ellefuna og horfa á ykkur frekar en að hanga heima og borða jógúrt?

Af því að þau missa annars af heljarinnar showi, góðu djammi og frábærri tónlist! Og jógúrt svona seint á kvöldin er óhollt.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s