decline of the i – le rouge, le vide et le tordu

Rétt í þessu barst Andfaranum póstur frá Agonia Records, hinni geðþekku pólsku útgáfu. Lítið var um orð í því skeyti, einungis eitthvað sem einungis var hægt að túlka sem skipun um að birta þetta á Andfaranum. Strax!

Andfarinn tekur venjulega lítið mark á slíku, venjulega er ekki mikið á bakvið páfuglspósur sem þessar, en eitthvað sagði honum þó að kíkja á lagið. Verður að segjast, eftir nokkrar hlustanir, að þessi plata sú sem þetta lag á heima á verður án efa ofarlega á listum ársins. Ef ekki þá mun Andfarinn éta hatt sinn!

Lagið nefnist “Le rouge, le vide et le tordu“ og er tekið af annari plötu Decline of the I en hún nefnist Rebellion. Platan kemur út 27. febrúar og hvetur Andfarinn sem flesta til þess að kíkja á hana!

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s