vanhelga og ofdrykkja koma saman á einni skífu (nýtt lag)

Það virðist ekki ætla að detta úr tísku hjá Svíum að skera sig á meðan hlustað er á djöflarokkið. Helst er best að láta sem flesta vita af því, ljósmyndir af blóðugu fólki í faðmlögum eru sem orður hjá aðdáendum sjálfsmorðssvertunnar.

Aðdáendur djöflarokks sem fyllt er með þunglyndi og mannhatri geta glaðst því von er á skáskífu í apríl þar sem Vanhelga, Ofdrykkja, Psychonaut 4 og In Luna koma saman og kynna fólk fyrir þeim viðbjóði sem fyrirfinnst innan borgarmarkanna. Allt verður þetta í boði Art of Propaganda sem mun þó án efa rukka eitthvað fyrir leiðsögnina.

Fínar fréttir í byrjun vikunnar og um að gera að kíkja á þetta glænýja lag með Vanhelga í leiðinni, en þess má geta að á skífunni sjálfri verður að finna ábreiðu hljómsveitarinnar á lagi með hinni mjög svo geðþekku hljómsveit Lifelover.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s