gleði í herbúðum fortíðar! glæný skífa á leiðinni!

Það er komið að því, það er komin dagsetning á væntanlega breiðskífu með íslensk-norsku djöflarokkssveitinni Fortíð. Sveitin, sem stofnuð var af Einari Eldi Thorberg, sem íslenskir ofsarokksunnendur þekkja meðal annars úr Potentiam og Thule, er nú staðsett í Osló og verður nýja platan, sem ber titilinn 9 fimmta plata sveitarinnar.

Nýja breiðskífan kemur út 27. mars á vegum Schwarzdorn Productions, og tilefni þess mæta atburðar skellti hljómsveitin lagi á netið og með því að ýta á play-merkið hér fyrir neðan geturðu hlustað á það!

Af hverju nefnist platan 9? Það var spurningin sem Andfarinn þurfti að fá svarað og sendi hann því eina örstutta og lauflétta spurningu á Eld og komst að því af hverju platan ber þennan leyndardómsfulla titil!

Þetta er concept plata um Óðinn og hans leiðum að dýpri visku. Hann hékk meðal annars í Yggdrasil í 9 daga og 9 nætur. Talan 9 er göldrótt tala og kemur hvað eftir annað upp í goðafræðinni. Svo eru lögin auðvitsð líka 9 talsins.

Titillagið sem er 9 mínútur og 9 sekúndur er samt númer 6 á plötunni. Enda hékk hann á hvolfi.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s