frumsýning: der weg einer freiheit – requiem

Af er það sem áður var þegar svartmálmssveitir kepptust um að vera sem viðbjóðslegastar og verri en sú næsta. Máluð andlit, blóðugir líkamar og gaddar svo stórir að það væri eflaust hægt að spyrja sig hvort það væri verið að bæta upp fyrir eitthvað annað. Já, þetta voru svo sannarlega góðir dagar.

Nú hafa hlutirnir breyst, á meðan sumir halda í hinn leikræna hluta djöflarokksins láta aðrir, eins og Der Weg einer Freiheit, hann alveg eiga sig og láta tónlistina algjörlega sjá um það. Eflaust á það eftir að fara í taugarnar á einhverjum en þá er bara spurning hvort tónlistin ein og sér nær að vinna þá á band sitt.

Stellar, þriðja plata þýsku hljómsveitarinnar er væntanleg á götuna 23. mars næst komandi í gegnum frönsku útgáfuna Season of Mist. Fyrri breiðskífur sveitarinnar komu út hjá Viva Hate Records sem hérlendir aðdáendur eftirsvertu og framúrstefnurokks kannast án efa við.

Sumir segja að Þjóðverjar elski allt sem íslenskt er en þýðir það þá að Íslendingar elski allt sem þýskt er? Mun Der Weg einer Freiheit bræða hjörtu þjóðarinnar á sama hátt og Rammstein, Scorpions og Derrick gerðu?

Sem er einmitt ástæða þess að “Requiem”, fyrsta lagið sem hljómsveitin sleppir lausu af væntanlegri breiðskífu sinni, er frumsýnt hérna. Eru íslenskir öfgarokkarar jafn hallir undir þýska stálið og þeir voru hér áður fyrr þegar kanónur á borð við Kreator, Sodom og Destruction voru allsráðandi? Það er spurning dagsins.

Author: Andfari

Andfari

One thought on “frumsýning: der weg einer freiheit – requiem”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s