Frumsýning: Carach Angren – Killed and Served by the Devil

Í rúman áratug hefur hollenska sveitin Carach Angren fært okkur melódískt hrollrokk í anda Dimmu Borgir, Emperor, Cradle of Filth og Limbonic Art. Ólíkt forverum þeirra hafa Hollendingarnir lagt meiri áherslu á þátt ævintýra í textum þeirra sem sumir hverjir eru byggðir upp líkari gömlum sögum en bænum til illra afla. Það mætti jafnvel ætla að þeir félagar Namtar, Seregor og Ardek læsu meira af verkum J.R.R. Tolkien og Bill Willingham og létu Crowley og Nemidial að mestu vera.

Tuttugasta og þriðja febrúar næstkomandi kemur út fjórða breiðskífa sveitarinnar sem ber hinn ógnvænlega titil This is No Fairytale. Líkt og með svo mörg lög sem Andfarinn frumsýnir þá kemur þessi skífa út hjá Season of Mist og hægt er að panta hana nú þegar með því að smella á þennan hlekk. Svo, taktu þér nokkrar mínútur í gæsahúð og hlustaðu á “Killed and Served by the Devil”.

Uppfært 25. janúar: Lagið hefur verið tekið niður en hér er annað lag af væntanlegri plötu sveitarinnar.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s