frumsýning: benighted – experience your flesh

benighted

Frönsku hljómsveitina Benighted ættu nú einhverjir lesendur Andfarans að þekkja en það er nú ekki svo langt síðan myndband hljómsveitarinnar við lagið “Spit” var frumsýnt hér. Þar fékk hljómsveitin hinn alræmda Niklas Kvarforth með sér í lið, en eins og margir muna eflaust eftir þá lá við að djöflarokkssena heimsins dræpist úr sjokki þegar hann fór í sleik við Maniac, fyrrum söngvara norsku djöflarokkaranna Mayhem.

Í enda næsta mánaðar er von á tónleikaplötunni Brutalive the Sick, en það er þriðja platan sem Benighted gefur út hjá Season of Mist. Platan var tekin upp í ágúst síðastliðnum á Sylak Open Air tónlistarhátíðinni og ættu aðdáendur hins grjótharða ofsakjarna sem hljómsveitin er þekkt fyrir að njóta vel.

Lagið sem frumsýnt er í dag á Andfara er af Carnivore Sublime sem kom út á síðasta ári. Þá plötu og margt annað efnið með Benighted má nálgast með því að smella á þennan hlekk.

Uppfært 25. janúar: Lagið hefur verið tekið niður en hérna er myndbandið við lagið Spit þar sem Niklas Kvarforth sprellar með sveitinni.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s