Þriðja tilraun Tchorts og BloodPervertors

3rdattemptband

Fyrr á þessu ári sögðu Tchort og BloodPervertor skilið við Carpathian Forest eftir um áratugs samveru. Ástæðan sem gefin var fyrir sambúðarslitunum var almenn þreyta, menn voru ekki eins hressir á því og áður og ekki að skila sínu og því kominn tími til þess að breyta til að hleypa nýju blóði að CF.

Ný hljómsveit, nýtt lag, næstum sama meðlimaskipan

Hvaða djúpslökun þeir félagar fóru í fylgir ekki sögunni en þeir eru mættir aftur á sviðið með fyrrum liðsfélaga sína úr CF, Vrangsinn á bassa og Kobro á trommum, sér við hlið ásamt glænýjum söngvara! Sá sem gaular úr sér garnirnar fyrir The 3rd Attempt kallast Kaahrl og var áður í hljómsveitunum Midnattsvrede og Necrocave.

Það er gaman að sjá Tchort og félaga í nýrri hljómsveit og mjög gaman að fá loksins svarið við einni af þeim spurningum sem aldrei voru spurðar, en án efa hefur mörgum langað til þess að vita hvernig Carpathian Forest hljómaði með Abbath í brúnni.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s