myrkur – tónleikar, plata og reddit

myrkur

Ein af umtöluðustu útgáfum þessa árs var smáskífa danska einyrkjans í Myrkri. Sitt sýndist hverjum um trúverðugleika þess og vildu einhverjir meina að þarna væri komið fram enn eitt dæmið um hipsteravæðingu svartmetalsins.

Svo virðist þó vera sem Amalie Bruun taki gagnrýnisraddirnar ekkert svo nærri sér því Myrkur hefur boðað komu sína á Hróarskelduhátíðina á næsta ári.

Gallharðir rokkhundar þeir sem heimsækja hátíðina þá munu því geta dæmt þessa alræmdu hljómsveit undir svartri miðnætursól Danmerkur. Mun andi gömlu guðanna ríkja þegar Myrkur fremur sinn særandi seið eða verður þetta enn eitt skiptið þar sem korpspeintaðir kappar í hvítum körfuboltaskóm ná að drepa niður alla mögulega stemmningu?

En hættum að pæla í slíku og kíkjum á nýja demóið, Skaða, sem Myrkur var að senda frá sér. Ef fólk er eirðarlaust í kvöld þá er um að gera að skella sér á Reddit og spjalla smá við Myrkur um lífið og tilveruna. Það geta ekki allir setið í leyni og beðið eftir Jay-Z og Beyoncé, skoh.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s