svartidauði, jay-z og beyonce

Vikan er nýbyrjuð og fólk án efa að drukkna í reynslusögum af storminum mikla sem fór hamförum í gær, trampólíneigendum eflaust til mikillar gleði. Veðrið virðist vera miklu betra núna og engin garðhúsgögn sjást á flugi.

Slík rólegheit sætta Íslendingar sig illa við og samkvæmt Nútímanum hafa Jay-Z og Beyonce boðað komu sína til landsins, án efa til þess að bjarga okkur úr skammdegisþunglyndinu. Öll slík meðöl eru hins vegar óþörf, því við landsmenn höfum í gegnum tíðina verið fær um það sjálf að redda okkur í gegnum dalina dimmu.

Það er nú einu sinni svo að það er alltaf við hæfi að byrja daginn, vikuna eða mánuðinn á Svartadauða. Þú þarft enga afsökun fyrir slíku. Þú þarft ekki að taka það fram að þú sért að hlusta á “þetta hræðilega graðhestarokk” vegna þess að þú ætlir að sjá þá á Dillon núna um helgina. Já, eða að þú viljir byrja undirbúninginn snemma fyrir Andkristni sem verður síðasta sunnudaginn fyrir aðfangadag á Gauknum. Þú þarft þess bara alls ekki!

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s