marduk í stríð á nýju ári

marduk

Aðdáendur leiftursnöggs svartmetals geta tekið gleði sína! Frontschwein, ný plata frá sænsku skriðdrekarokkurunum í Marduk er handan við hornið.

Líkt og á fyrri skífum eru engin grið gefin og keyrslan yfirgengileg. Svitinn lekur af hverju riffi og í hvert sinn sem Fredrik Widigs lemur húðirnar er sem öskrað sé beint í eyru hlustandans.

Biblíuna virðast Morgan og félagar hafa gert útlæga úr æfingahúsnæðinu og fært sig nær nútímanum í sagnfræðinni, en Frontschwein er fyrsta plata hljómsveitarinnar síðan Panzer Division Marduk kom út rétt fyrir aldamótin þar sem stríðsþema er allsráðandi og er víst að margir fagna því.

Samkvæmt þeim félögum eigum við von á mjög ljótri plötu fullri afskaplega ljótri tónlist. Það verður athyglisvert að sjá hversu ljótt þetta allt verður. Century Media mun leiða það allt í ljós.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s