bömbers á leiðinni!

bombers

Hafi einhver haft áhyggjur af leiðindum í janúar þá þarf sá hinn sami ekki að örvænta, Bömbers eru á leiðinni og ætla að kæta landann!

Já, stórsveitin Bömbers, einhver frægasta Motörhead ábreiðuhljómsveit sem til er, mun trylla lýðinn á Gauknum sautjánda janúar ásamt stórsveitunum Drullu og Ottoman.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá inniheldur Bömbers félagana Killminister á bassa og söng, Fast Tore á gítar og svo Party Animal Taylor á trommum. Vinirnir hafa einnig gert garðinn frægan í hljómsveitunum Immortal, Old Funeral og Punishment Park, svo einhverjar séu nefndar.

Samkvæmt öruggum heimildum verður rokkað og rólað út í eitt á gauknum og slagarar á borð við No Class og Overkill munu æsa fólk á öllum aldri úr öllum þeirra gallajökkum! Andfarinn veit það allavega að án efa verða allir hans gallajakkar elgsveittir eftir þennan mæta viðburð!

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s