doomriders á húrra

doomriders
mynd: theodór helgason / texti: eyvindur gauti

Þrátt fyrir mikið annríki þessa helgina náði Andfarinn að sjá eina tónleika þessa helgina. Auðvitað var það afskaplega sárt að missa af Sinmara, Misþyrmingu, Nöðru, Börnum, Kvöl, Saktmóðigi, Skurk og Casio Fatso en maður náði allavega Mercy Buckets, Kontinuum og Doomriders á Gauknum.

Líkt og oft vill gerast í nóvember var rigning þetta sunnudagskvöld. Fólk lét það ekkert á sig fá og hélt sig bara innandyra, sumir mjög nálægt barnum, aðrir mjög nálægt sviðinu. Langflestir með öl í hönd, restin með hendur í vösum. Það virtist enginn millivegur vera.

Fyrstir á svið voru Mercy Buckets. Fyrrnefnt annríki hafði komið í veg fyrir að ég næði að kynna mér hljómsveitina eitthvað svo ég skellti mér blint í sjóinn þarna. Ég bjóst við því að sjá eitthvað hipstervætt NYHC en þess í stað buðu MB upp á harðakjarnavætt suðurríkjarokk. Ágætis band þarna á ferð sem á eflaust eitthvað inni ef söngvarinn heldur röddinni.

Kontinuum voru næstir á svið og samkvæmt ýmsum áttu þeir kvöldið. Það sem ég heyrði af þeim hljómaði vel, þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika. Leyst samt ekkert á það hversu poppaðir þeir voru á köflum, þetta rokk hljómaði ekki eins þungt og áður.

Síðastir á svið voru Doomriders, á leið heim til USA eftir túr um mest allt meginlandið og rétt búnir að stíga út úr flugvélinni. Maður getur þannig séð ekki sett út á frammistöðu þeirra, þótt hún væri ekki fullkomin. Þeir virtust þreyttir en þeir nenntu þessu þó. Það má vel vera að þeir eigi fullt af betri tónleikum að baki sér en ég, sem algjör nýgræðingur í Doomriders, fór ekki ósáttur út. Ég fór bara frekar sáttur út.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s