carcass á eistnaflugi!

carcass

Miðvikudagar eiga það til að vera frekar rólegir, og þá er gott að hafa fólk sem er tilbúið til þess að hrista aðeins upp í hlutunum. Eistnaflug næsta árs hefur verið á milli tannanna á fólki síðustu vikurnar, hátíðin er búin að vera dugleg við að tilkynna stór nöfn fyrir næsta ár og eftir hverja tilkynningu hefur Andfarinn spurt sig hvort möguleiki sé að toppa það sem komið er.

Svarið við þeirri spurningu er að það er hægt. Oftar en einu sinni. Þegar hátíðin tilkynnti Behemoth þá taldi maður toppnum náð, en svo var Enslaved staðfest. Það tvennt taldi Andfarinn ómögulegt að slá út en í dag gerði Eistnaflugið nákvæmlega það þegar það kynnti Carcass til leiks. Carcass! Hljómsveitin sem færði okkur Symphonies of Sickness og Necroticism!

Það eina sem maður getur vonað núna er að það verði nokkrir veitingavagnar fyrir utan íþróttahúsið fyrir austan. Það er augljóst að maður vill ekki hætta sér of langt frá húsinu á meðan hátíðin stendur yfir til þess að missa ekki af neinu.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s