svona verður helgin

sinmara

Nú ætti fólk að vera að jafna sig eftir helgina, þynnkan að hverfa og hversdagsleikinn að taka við. Þá er vel við hæfi að athuga hvað er að gerast næstu helgi, þannig að fólk hafi eitthvað til þess að hlakka til.

Á föstudaginn verða útgáfutónleikar Sinmara á Gauknum, en hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, Aphotic Womb, á norsku djöflarokksútgáfunni Terratur Possessions. Hljómsveitirnar Naðra og Misþyrming verða Sinmara til halds og trausts og ætti þetta að vera ágætis upphitun fyrir Andkristnihátíðina sem verður í næsta mánuði, en bæði Sinmara og Misþyrming hafa boðað komu sína á hana.

Á laugardaginn er hægt að taka daginn snemma því hljómsveitirnar Börn, Kvöl og Saktmóðigur munu koma fram í Lucky Records um þrjúleytið. Rétt fyrir miðnætti munu Skurk og Casio Fatso svo koma fram á Gauknum þannig að það er um að gera að þræða miðbæinn þangað til. Taka bara túristarölt niður að Sólfarinu eða eitthvað álíka. Í örfáar klukkustundir. Það þarf kannski ekki að taka það fram en stutt er síðan Börn, Kvöl og Skurk gáfu út hljómplötur svo það er um að gera að versla þær beint af bónda á tónleikunum. Það er víst ekki hægt að fá allt á erlendum tónveitum.

Helginni verður svo hægt að ljúka með alþjóðlegum blæ því á sunnudaginn munu Doomriders koma fram á Húrra. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hljómsveitin heimsækir land og þjóð þannig að landsmenn ættu að vera henni vel kunnugir. Ásamt Íslandsvinunum munu Kontinuum og Mercy Bucket koma fram og má búast við að svitinn leki af fólki eins og glassúr af heitum snúði.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s