norskar dauðarokksminjar grafnar upp

molested

Norska dauðarokkið hefur löngum verið í skugga svartmetalsins. Lengi vel var dauðarokkið tabú í Noregi og margir svartmetalistar voru ekkert að flagga ást sinni á þeirri tónlistarstefnu. Dauðarokkið var tónlist lífsins, eitthvað rusl sem söng bara um náttúruvernd og álíka málefni. Samkvæmt sumum var þar ekkert myrkur að finna.

En það þýðir ekki að dauðarokkið hafi verið dautt í Noregi og þar var að finna menn sem voru óhræddir við að sýna dauðarokk sitt. Upp úr þeirri litlu senu spratt Molested, sem Oysten G. Brun úr Borknagar stofnaði, og frá 1991 til 1997 hamraði sveitin málm dauðans í Noregi.

Eftir hljómsveitina liggja breiðskífan Blod draum og smáskífan Stormvold, en báðar plöturnar hafa löngu fengið költstatus hjá dauðarokksspekingum og lengi verið ófáanlegar í sinni upprunalegu mynd. Þessar útgáfur voru að vísu endurprentaðar á einni skífu fyrir nokkrum árum en viðbrögðin voru ekkert sérstök og vildu margir meina að breytingar þær sem þá voru gerðar, endurhljóðblöndun og annað slíkt, hefði rænt tónlistina miklu af sínum sjarma.

Kröfuharðir dauðarokkarar geta nú tekið gleði sína á ný því ameríska plötuútgáfan Dark Symphonies tilkynnti það nýlega að hún hygðist gefa báðar skífurnar út fljótlega. Öllum óþarfa tilfæringum verður sleppt og reynt að hafa útgáfurnar sem líkastar þeim sem Effegy Records gaf út upprunalega.

Nokkru aukaefni verður þó bætt við en báðum kassettum Molested verður skellt fyrir aftan upprunalegan lagalista Stormvold. Einnig hefur útgáfan tilkynnt að áður óbirtar ljósmyndir af Molested verði að finna á þessum skífum.

Það verður því gaman að sjá hvort þessar útgáfur lifa hæpið af. Þangað til er um að gera að skrolla aðeins neðar hérna og renna Blod Draum allavega einu sinni í gegn.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s