enslaved á eistnaflugi

enslaved

Eistnaflug hefur fylgt Íslendingum í áratug og vaxið og dafnað ár hvert og nú er svo komið að hátíðin er orðin fastur liður í sumarfríi margra. Flugið hefur alltaf verið að bæta við sig og í gegnum tíðina höfum við séð goðsagnir á borð við Napalm Death og Triptykon koma þar fram. Svo virðist þó vera sem Eistnaflug ætli að toppa allt sem mögulegt er að toppa næst, magnarar hátíðarinnar virðast (rétt eins og hjá Spinal Tap og Manowar) ná upp í ellefu.

Aðstandendur hátíðarinnar kynntu í dag tíu hljómsveitir sem munu koma fram á Neskaupsstað á næsta ári. Eflaust hafa margir verið spenntir þegar þeir heyrðu að Sólstafir og Ham kæmu fram, en þó má ætla að margir hafi algjörlega farið yfir strikið þegar nýjasta erlenda viðbótin var tilkynnt.

Enslaved munu nefnilega koma fram á Eistnaflugi. Já, í viðbót við Rotting Christ, Inquisition, In Solitude, Godflesh, LLNN, Vampire, Lvcifyre, Conan og Behemoth.

Lista yfir hljómsveitir sem boðað hafa komu sína á hátíðina má sjá hér að neðan, og verður það að teljast afrek ef hægt verður að koma öllu þessu rokki fyrir á þremur dögum.

Behemoth (PL)
Brain Police (IS)
Börn (IS)
Conan (UK)
Dimma (IS)
Enslaved (NO)
Godflesh (UK)
Grísalappalísa (IS)
HAM (IS)
In Solitude (SE)
Inquisition (CO)
Kontinuum (IS)
Lights on the Highway (IS)
LLNN (DK)
Lvcifyre (UK)
Momentum (IS)
Muck (IS)
Rotting Christ (GR)
Saktmóðigur (IS)
Severed (IS)
Sinmara (IS)
Skálmöld (IS)
Sólstafir (IS)
Vampire (SE)
The Vintage Caravan (IS)

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s