andkristnihátíð í desember

abominor
abominor koma fram á andkristnihátíð
mynd: kristinn guðmundsson

Andkristnihátíð verður haldin á Gamla Gauknum rétt fyrir jólin. Andfarinn og Vánagandr verða eitthvað með puttana í þessu og, eins og sjá má á fréttatilkynningunni hér fyrir neðan, má búast við einhverju fallegasta hlaðborði íslensks svartmetals sem sést hefur á Fróni hingað til.

Vánagandr og Andfari.com kynna

Andkristnihátíð 2014
21. Desember á Gamla Gauknum, Tryggvagötu

21. desember verður Andkristni haldin hátíðleg á Gamla Gauknum. Þar munu hljómsveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming, Abominor og Mannvirki koma fram og særa fram djöfla og aðra illa ára með sínum drungalegu tónum.

Andkristnihátíð er langlífasta þungarokkshátíð Íslands en hún var fyrst haldin árið 2000 sem óbeint andsvar við Kristnihátíð sem haldin var á Þingvöllum það sama ár.

Íslenskt tónlist hefur verið í mikilli sókn síðustu ár og er þungarokkið þar engin undantekning. Erlend plötufyrirtæki hafa í auknum mæli tekið eftir hæfileikum þeim sem hér liggja og af þeim hljómsveitum sem koma fram á Andkristni þetta árið hafa tvær þegar gefið út breiðskífur á erlendum fyrirtækjum og önnur með eina væntanlega.

Svartidauði hefur verið stöðugri sókn síðan að fyrsta breiðskífa þeirra, Flesh Cathedral, kom út í desember 2012. Svartidauði hefur spilað á tónlistarhátíðum um gjörvalla Evrópu síðustu ár og er þröngskífa þeirra, Synthesis of Whore and Beast væntanleg í aðventuni. Terratur Possessions sér um útgáfumál Svartadauða í Evrópu en Daemon Worship Productions í Bandaríkjunum.
https://www.facebook.com/svartidaudi

Sinmara gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Aphotic Womb í gegnum norska útgáfufyrirtækið Terratur Possessions, auk þess sem þeir komu fram á tónlistarhátíðini Beyond The Gates í Bergen í ágúst síðastliðnum.
https://www.facebook.com/sinmaraofficial

Misþyrming er þriðja bandið á listanum sem er mála hjá Terratur Possessions og er fyrsta breiðskífa þeirra, Söngvar Elds og Óreiðu væntanleg á næstu mánuðum.
https://www.facebook.com/Misthyrming

Abominor skrifaði nýverið undir samning hjá írska plötufyrirtækinu Invictus Productions. Fyrsta þröngskífa sveitarinar, Opus Decay, er væntanleg snemma á næsta ári.
https://www.facebook.com/pages/Abominor/275583995793045?fref=ts

Lítið er vitað um hljómsveitina Mannvirki og engar upptökur eru til með þeim. Satt best að segja hefðum við aldrei bókað þá nema að því að þeir hótuðu okkur.

Að lokum vilja aðstandendur Andkristnihátíðar harma ummæli listamannsins Snorra Ásmundssonar um að sataníska orku leggði af Framsóknarflokknum. Satanískri orku yrði seint sóað í þann lýð. Satan er líf, ljós og unaður, ólíkt Framsóknarflokknum

Miðasala og sóknargjöld verða kunngjörð innan tíðar.

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s