sage francis á húrra

sage
mynd: ævar örn breiðfjörð
texti: eyvindur gauti

Ég var dálítið snemma á ferðinni, hélt ég, og því ekki að flýta mér að Húrra. Ég lagði bílnum hjá nýja Kolaportinu og rölti í gegnum miðbæinn. Á ferð minni mætti ég þremur mönnum sem heilsuðu mér eins og ég væri vinur þeirra. Ég þekkti engan þeirra.

Klukkan var að nálgast ellefu þegar ég mætti á Húrra, Lord Pusswhip var þegar byrjaður og ég flýtti mér inn úr rigningunni. Ágætis mæting í gangi og slatti af fólki upp við sviðið þar sem sýnd voru, meðal annars, myndbrot með Ron Jeremy að handleika einhverslags kynlífsdúkku og Vanilla Ice að sigra heiminn með svalleika í Cool as Ice, þeirri eðalræmu. Lord Pusswhip var ágætur með sitt síkadelíska rapp. Ef fólk er mikið að selja krakk og sniffa lakk að staðaldri í Reykjavík þá er spurning hvort það sé ekki fullseint fyrir Framsókn að reyna að troða okkur aftur í moldarkofana.

Ég hafði gaman af lávarðinum en útlendingarnir sem stóðu við hliðina á mér voru ekki eins ánægðir. Ég var ekki mikið að hlusta á það sem þeir voru að segja en fyrst þeir voru með derhúfur þá hljóta þeir að hafa eitthvað vit á þessu.

Stuttu síðar, mun fyrr en ég bjóst við, byrjaði Sage Francis, með hárkollu og með fána sveipaðan um sig, og allt í einu voru tvöfalt fleiri þarna inni en höfðu verið áður. Salurinn var sveittur og fólk stóð þétt upp við hvert annað. Ég færði mig aftar til þess að sjá betur því ekki þorði ég í það svitabað sem var við sviðið. Þess í stað tók ég mér stöðu rétt hjá barnum og sá þar Sage Francis bregða öðru hverju fyrir á milli allra handanna sem voru á lofti. Á rokktónleikum hristir fólk hausinn fram og til baka en á rapptónleikum eru það hendurnar sem eru hátt á lofti. Djöflahorn og önnur tákn sem ég þekki ekki voru mynduð með fingrum þarna, sum skapaði Francis en önnur áhorfendur.

Það var gaman að horfa inn í salinn og sjá kappann vinna fleiri og fleiri gesti á sitt band. Mér leið eins og Francis væri að undirbúa sig undir bardaga svo þegar síðasta lagið kom var maður engan veginn búinn undir það. Þetta gekk það fljótt fyrir sér að maður gleymdi stað og stund og rankaði bara öðruhverju við sér þegar kunnuglegir tónar Pixies og Nine Inch Nails hljómuðu undir hjá Francis.

Að tónleikum loknum gekk ég sáttur út af Húrra. Þar sem ég stóð fyrir utan staðinn og talaði við félaga mína kom einn af þeim sem var á tónleikunum upp að mér og sagði “thank you for a great gig”, ég þakkaði auðvitað fyrir mig.

Eftir smá stund var kominn tími á að halda heim á leið. Á leið minni að bílnum gekk ég fram á þrjá drengi sem skemmtu sér við að pissa á suma af þeim bílum sem lagt var hjá Kolaportinu. Ég kastaði kveðju á drengina fyrir kurteisissakir um leið og ég hélt áfram för minni. Mín helsta ósk á þessu augnabliki var sú að bíll minn hefði sloppið undan gylltu sturtunni.

sage francis

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s