goatsnake snúa aftur

goatsnake
texti: kristján fenrir

Búggýkóngarnir í Goatsnake hafa, eftir miklar sögusagnir, tilkynnt að þeir munu gefa út nýja plötu árið 2015. Nýja platan, sem er þeirra þriðja í fullri lengd og þeirra fyrsta útgáfa síðan Trampled Under Hoof kom út árið 2004, verður gefin út af Southern Lord.

Sem áður skipa hljómsveitina trymbillinn Greg Rogers (The Obsessed, Sonic Medusa), Greg Anderson (annar hluti Sunn O))) tvíeykisins) spilar á gítar og Pete Stahl (Scream, Wool, Earthlings?) syngur sinni hljómfögru röddu. Sú breyting hefur orðið á að bassaleikarinn Scott Renner (Sonic Medusa, Sourvein) hefur gengið til liðs við sveitina. Pródúsering plötunnar verður í höndum Nick Raskulinecz og má því búast við níðþungu og niðurtjúnuðu búggý, rétt eins og þeir eru þekktir fyrir.

Goatsnake, sem störfuðu upprunalega á árunum 1996 – 2001 og svo aftur frá 2004, munu senda frá sér nánari upplýsingar síðar. Aðdáendur sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því að 15. október mun hún spila á Southern Lord Showcase í Los Lobos, Los Angeles og tveimur dögum síðar á Southwest Terror Fest í Tucson, Arizona. Þeir sem hafa meiri þolinmæði beðið til loka maí á næsta ári, en þá mun Goatsnake koma fram á Temples Festival í Bristol með hljómsveitum á borð við Sunn O))), Today Is The Day og Martyrdöd.

goatsnake
southern lord

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s