frumsýning: ego dominus tuus með nightbringer í heild sinni

nightbringer

Um Ego Dominus Tuus, fjórðu breiðskífu amerísku svartmetalsveitarinnar Nightbringer, hefur mikið verið skrafað á hinum ýmsu vefmiðlum og spjallborðum á síðustu vikum. Greinilega ríkir mikil eftirvænting hjá svartmetalsunnendum sem margir hverjir vona að nú muni hljómsveitin toppa Death and the Black Work. Sjálfur hefur Andfarinn ekki verið svona spenntur síðan Dødsengel gáfu út Imperator.

26. september geta amerískir ostborgaraunnendur nálgast gripinn, en við Íslendingar þurfum að bíða ásamt restinni af heimsbyggðinni fjórum dögum lengur. Engin Marshall-aðstoð í boði þar.

Eða hvað? Season of Mist útgáfan, sem gefur Ego Dominus Tuus út á geisladisk, var það almennileg að leyfa Andfaranum að frumsýna plötuna í heild sinni! Já, ég held að maður þurfi að skella einu upphrópunarmerki á þetta, því þessi plata á án efa eftir að sjást ofarlega á listum djöflarokksspekinga í ár.

Heyrst hefur að Daemon Worship, sem hefur gefið út efni með Svartadauða og Wormlust, sjái um útgáfu á skífunni á vínil en ekkert hefur heyrst af kassettuútgáfu. Kannski Vánagandr stökkvi á tækifærið?

nightbringer
season of mist
hér geturðu verslað plötuna

Author: Andfari

Andfari

One thought on “frumsýning: ego dominus tuus með nightbringer í heild sinni”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s