viðtal: alchemia

alchemia

Það er stutt síðan þrumuguðinn Gene Simmons sagði rokkið dautt. Samkvæmt gamla rokkaranum ætti fólk frekar að fara í prufur hjá þáttum eins og Ísland Got Talent heldur en að kaupa sér rafmagnsgítar. Það virðast nú ekki allir taka mark á kappanum, þar á meðal hafnfirska hljómsveitin Alchemia sem gaf nýlega út aðra plötu sína en hún ber heitið Insanity. Sveitin kom fram síðasta föstudag á Dillon og stutt er í að formlegir útgáfutónleikar verði haldnir. Birgir Þór Halldórsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, var svo elskulegur að ræða aðeins við Andfarann og auðvitað byrjaði maður á því að spyrja hann út í nafnið á sveitinni.

Nafnið Alchemia kom hann Gabríel gítarleikari með þegar hann var í Póllandi með föður sínum að djamma, ekki flóknara en það heheh

Hverjir eru helstu áhrifavaldarnir?

Áhrifavaldar, úff það er svo mikið. Við fýlum mjög mismunandi og á sama tíma svipaða tónlist í bandinu, Black Label Society, Metallica, Muse, Korn, Alice in Chains, Ozzy, Black Sabbath, MOTÖRHEAD, Pantera, Machine Head og svo nátturulega það sem við heyrum hérna á íslandi eins og Sólstafi, Brain Police, Sign og Noise og margt margt fleira.

Hvernig er þungarokkssenan í hafnarfirði?

Þungarokkssenan í Hafnarfirði er bara frábær. Staðurinn Íslenski Rokkbarinn er eini staðurinn sem þungarokk er spilað og er alveg frábær staður, og þar hafa verið margir góðir og slæmir þungarrokkstónleikar.

Hljómsveitin hefur starfað í sjö ár, hverju þakkið þið langlífið?

Já, við erum búnir að vera spila í 7 ár þó bandið hafi ekki farið almennilega í gang fyrr en 2011 þegar við loksins fundum trommara sem passaði í bandið, það er hann Gottskálk Daði Reynisson. En að sjálfsögðu verðum við að þakka vinum okkar sem hafa verið duglega að koma á tónleika og slamma af sér rassgatið með okkur og haft gaman að og líka það að við bara elskum að spila tónlist.

Hverju má fólk búast við á gauknum í byrjun næsta mánaðar?

Útgáfu tónleikar okkar, sem eru á Gauknum 3. október, verða þéttustu Alchemia tónleikar hingað til! Þetta verður hátt og það verður slammað og ókeypis bjór meðan við spilum. Ég meina, gerist það betra en það? Þetta verður bara brjálað partí og fucking gaman.

alchemia

Author: Andfari

Andfari

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s